Persónulegar upplýsingar
Þjónusta Ofnasmiðju Reykjavíkur á vefsvæði útheimtir, þegar það á við, viðkvæmar trúnaðarupplýsingar svo sem kennitölu og númer greiðslukorts notanda til að þjónustan virki að óskum. Til að tryggja hámarksöryggi notenda og móttekinna persónuupplýsinga fylgir vefurinn íslenskum og alþjóðlegum lögum um viðskipti og persónuvernd ásamt viðurkenndum og/eða vottuðum starfsreglum og öryggisstöðlum.
Ofnasmiðja Reykjavíkur hefur hins vegar leyfi til að nýta eftirfarandi upplýsingar til markaðsrannsókna sem væntanlega leiða til betri þjónustu við kaupendur. Jafnframt áskilur seljandi sér rétt til að nýta þessar upplýsingar með samstarfsaðilum sínum í þeim tilgangi að bæta og til að bjóða fjölbreyttari þjónustu. Upplýsingar verða aftur á móti aldrei seldar eða gefnar þriðja aðila.
Kaupandi hefur rétt til að fá að sjá þær upplýsingar sem Ofnasmiðja Reykjavíkur hefur um hann. Hafi kaupandi eitthvað út á þær að setja hefur hann rétt til að fá þær leiðréttar eða afmáðar án kostnaðar.
Tölvupóstur og viðhengi hans sem starfsfólk Ofnasmiðju Reykjavíkur sendir gætu innihaldið trúnaðarupplýsingar eingöngu ætlaðar þeim sem hann er stílaður á. Sá sem fyrir tilviljun, mistök eða án heimildar tekur við tölvupóstinum, skal fara eftir 2. mgr. 44. gr. laga nr.107/1999 um fjarskipti og gæta fyllsta trúnaðar og tilkynna sendanda samstundis að upplýsingarnar hafi ranglega borist sér.
Þín kjör
Reikningsviðskipti fyrirtækja gjaldfærast innan umsamins greiðslufrests á birtu verði sem getur verið listaverð eða tilboðsverð frá söludeild Ofnasmiðju Reykjavíkur. Áhrifaþættir um kjör eru m.a. umfang viðskipta síðustu 3 ár og viðskiptatryggð. Staðgreiðsluviðskipti fara fram með kreditkorti á birtu verði sem getur verið listaverð eða tilboðsverð eftir atvikum.
Ef þú þarft nánari upplýsingar um þín kjör getur þú sent fyrirspurn með tölvupósti á: ofnasmidja@ofnasmidja.is